Arnar Pálmi og Heiðdís Edda íþróttafólk Völsungs árið 2022

Arnar Pálmi Kristjánsson og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir íþróttafólk Völsungs fyrir árið 2022.
Arnar Pálmi Kristjánsson og Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir íþróttafólk Völsungs fyrir árið 2022.

Á hófi i Hlyn í  gærkvöldi var kunngjört hvaða Völsungar hefðu orðið fyrir valinu i kosningu á Íþróttafólki Völsungs fyrir árið 2022.  Kosningin fór að þessu sinni fram með  nýju sniði því öllum félagsmönnum gafst kostur á að kjósa. Kosningaþátttaka var með ágætum.

Í kjöri til íþróttafólks Völsungs voru átta aðilar frá fimm deildum félagsins. Eftirtaldir aðilar voru í kjöri til íþróttafólks Völsungs:
- Arnar Pálmi Kristjánsson knattspyrnumaður Völsungs 2022
- Aron Fannar Skarphéðinsson bocciamaður Völsungs 2022
- Árdís Rún Þráinsdóttir knattspyrnukona Völsungs 2022
- Dagný Þóra Gylfadóttir bardagakona Völsungs 2022
- Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir blakkona Völsungs 2022
- Hólmgeir Rúnar Hreinsson almenningsíþróttamaður Völsungs 2022
- Kjartan Páll Þórarinsson bardagamaður Völsungs 2022
- Sigurður Helgi Brynjúlfsson blakmaður Vöslungs 2022
Heiðdís Edda Lúðvíksdóttir var kjörin íþróttakona Völsungs fyrir árið 2022. Heiðdís átti feikilega gott blakár sem endaði á því að hún var kölluð inní A-landsliðið þar sem hún spilaði sinn fyrsta landsleik. Þar að auki tók hún við fyrirliðabandinu hjá meistaraflokki og leiðir lið sitt í toppbaráttu efstu deildar í blaki.
 
Arnar Pálmi Kristjánsson var kjörinn íþróttamaður Völsungs fyrir árið 2022. Arnar er orðinn algjör lykilmaður í meistaraflokki í knattspyrnu þar sem hann spilaði allar mínutur í mótsleikjum liðsins á síðasta ári. Arnar hefur þrátt fyrir ungan aldur nú þegar leikið yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.

Frá þessu segir á heimasíðu Völsungs.

 
 

Athugasemdir

Nýjast