Að öllum líkindum á leið til Spánar

Tryggvi Snær Hlinason er á leið í atvinnumennsku. Mynd/Páll Jóhannesson.
Tryggvi Snær Hlinason er á leið í atvinnumennsku. Mynd/Páll Jóhannesson.

Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason er 19 ára körfuknattleiksmaður sem leikur með nýliðum Þórs í Dominosdeildinni. Hann hefur á mjög skömmum tíma komist í fremstu röð í körfuboltanum en hann byrjaði að stunda íþróttina af kappi fyrir rúmum þremur árum. Hann er umtalaður sem eitt mesta efni sem komið hefur fram í körfuboltanum á Íslandi. Hann er reglulega orðaður við atvinnumennsku á stóra sviðinu, sem er markmiðið hjá þessum hæfileikaríka unga manni.

Vikudagur settist niður með Tryggva og spjallaði við hann um körfuboltann og framtíðina, en viðtalið má nálgast í prentúgáfu blaðsins.


Athugasemdir

Nýjast