Pétur Guðjónsson, viðburðarstjóri á Akureyri, hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum að gera stuttmynd um sögu sem hann skrifaði árið 2010. Myndin nefnist Hvar er draumurinn? og fjallar um þann nöturlega heim sem unglingar í heimi fíkniefna lifa í. Innblásturinn af sögunni fékk Pétur þegar hann starfaði á meðferðarheimilinu Laugalandi í Eyjafjarðarsveit fyrir nokkrum árum. Rætt er við Pétur um myndina í prentútgáfu Vikudags.