Yfir þúsund gesta til Akureyrar í vor

Mynd/Auðunn Níelsson.
Mynd/Auðunn Níelsson.

Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar.

Frá þessu var greint í Fréttablaðinu og haft eftir Þorsteini Gunnarssyni, sérfræðingi hjá Rannís og formanni undirbúningsnefndar, að vísindavika norðurslóða sé umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri, „og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku.“

Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.


Athugasemdir

Nýjast