Yfir 50 umsóknir borist um 10 kennarastöður í Naustaskóla

Þegar hafa 53 umsóknir borist um 10 kennarastöður í Naustaskóla á Akureyri en umsóknarfrestur rennur nk. fimmtudag. Umsóknarfrestur var upphaflega til síðustu mánaðamóta og þá höfðu um 40 umsóknir borist en engu að síður var ákveðið að framlengja umsóknarfrestinn til 5. mars.  

Umsóknarfrestur um deildarstjórastöðu í Naustaskóla er liðinn og bárust 18 umsóknir. Á fundi skólanefndar Akureyrar í gær var farið yfir stöðuna í undirbúningi skólastarfsins, á byggingarframkvæmdum og búnaðarkaupum og er allur undirbúningur er samkvæmt áætlun. Naustaskóli tekur til starfa næsta haust og er þegar búið að skrá um 120 börn til náms við skólann næsta skólaár.

Nýjast