03. janúar, 2009 - 21:21
Fréttir
Yfir 100 manns tóku þátt í mótmælagöngu frá Samkomuhúsinu á Akureyri að Ráðhústorgi í dag laugardag en
gangan var nú haldin í fyrsta sinn á nýju ári en í þrettánda sinn frá bankahruninu. Eftir ræðuhöld á
Ráðhústorgi tókst fólkið í hendur, myndaði hring og hugleiddi frið og samkennd í 10 mínútur.