"Wood you see Wood you listen "
Laugardaginn kemur þann 16. maí kl. 14:00 opna félagarnir Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson innsetninguna "Wood you see Wood you listen " í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Innsetningin sem nú er sýnd öðru sinni, var áður sett upp í Populus Tremula í nóvemberlok 2014, samanstendur af skógardýrinu " Skógar-Hjassa " sem er einskonar sjálfspilandi pípuorgel, vídeói sem tekið var í eyfirskum skógum, reyk og ljósadýrð.
Verkefnið unnu Þorsteinn og Kristján með tilstilli styrks frá Menningarráði Eyþings. Sérlegur aðstoðarmaður er Birgir Sigurðsson og ráðgjöf og verksvit í tæknimálum veitti Hallgrímur Stefánsson. Sýningin er opin í Verksmiðjunni helgina 16.-17. maí frá klukkan 14-17 og einnig helgina 23.-24.maí klukkan 14-17.