Western Kentucky University og HA í samstarf

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri.

Samstarfssamningur milli Háskólans á Akureyri og Western Kentucky University er í undirbúningi og verður hann undirritaður þann 23. mars. Skólayfirvöld í Kentucky hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga og vilja gera
heimsóknir bandarískra nemenda að föstum lið og nýta þá aðstöðu sem skólinn á Akureyri hefur upp á að
bjóða yfir sumartímann.

Í tilkynningu frá HA segir að nemendur og kennarar frá skólanum Western Kentucky University hafi heimsótt Háskólann á Akureyri sl. vor en hópurinn var í kennsluferð á Norður-Atlantshafinu að rannsaka breytingar á veðurfari. Þau gáfu skólanum eplatré að gjöf, sem var tákn loftslagsbreytinga og hvað nú er mögulegt að rækta á norðurslóðum. Sem tákn um samstarfsáhugann hefur yfirstjórn skólans í Kentucky einnig gróðursett eplatré á skólalóðinni í heimabyggð.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, telur mikinn feng af því að byggja upp samstarf við erlenda skóla til að tengja nemendur og fræðimenn við fjölbreytt vísinda og menningarsamstarf.

Nýjast