Vorverkin

Margir nota helgina til að þrífa og snyrta garða og nánasta umherfi sitt, enda veður ákjósanlegt. Akureyrarbær hvetur bæjarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í bænum eftir veturinn og taka á móti sumrinu með brosi á vör. Akureyrarbær hefur stundum fengið sæmdarheitið “fegursti bær landsins” en til þess að hann verðskuldi það þurfa allir að leggjast á eitt og taka til í sínum ranni. Þessi mynd var tekin við Þingvallarstræti í dag, íbúarnir voru að klippa niður runna.

Nýjast