Norðurlandaráð heldur vorþing með áherslu á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda í Hofi á Akureyri í dag. Norðurlandaráð er skipað 87 þingmönnum frá öllum Norðurlöndunum.
Norðurlandaráðsþing er haldið á haustin, yfirleitt í lok október eða byrjun nóvember. Vorþing, sem er aðeins minni útgáfa af Norðurlandaráðsþinginu, er haldið að vori.
Eins og fyrr segir, verður kastljósinu sérstaklega beint að nýtingu náttúruauðlinda. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og í upphafi verður rætt um stjórnmálástandið í Úkraínu og Rússlandi.