Vorkoma Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta fer fram árleg Vorkoma Akureyrarstofu. Þar verður tilkynnt hver hlýtur starfslaun listamanns en á síðasta ári urðu fyrir valinu þau Guðný Kristmannsdóttir listmálari og Björn Þórarinsson tónlistarmaður.    

Á Vorkomunni verða einnig veittar viðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrarbæjar til einstaklinga sem þykja hafa lagt mikið af mörkum til menningarlífs í bænum og valdi stjórn Akureyrarstofu þrjá einstaklinga að þessu sinni. Tvær viðurkenningar verða veittar fyrir byggingalist og í fyrsta skipti verða veitt verðlaun sem nefnast Athafna - og nýsköpunarverðlaun Akureyrarbæjar.  Tvö fyrirtæki hljóta viðurkenningu í þessum flokki. Það er stjórn Akureyrarstofu sem ákveður hverjir verða fyrir valinu í öllum flokkunum.

Nýjast