Vorið að taka völdin

Eftir alveg prýðilegt veður á Akureyri um páskana kólnaði örlítið í gær, en svo virðist sem vorið sé að taka völdin af vetri konungi. Veðurstofan spáir sunnanátt á morgun og hitinn getur farið í tveggja stafa tölu, milt verður í veðri á föstudag. Bjart veður í suðvestan golu og allt að 10 stiga hiti á laugardag og sunnan hægviðri á sunnudag. Margir munu nú fara að huga að vorverkunum, en eitt þeirra er að skipta nagladekkjunum út og setja sumardekkin undir bílana.

Nýjast