Vorhátíð KFUM og KFUK á Norðurlandi haldin í Sunnuhlíð

Vorhátíð KFUM og KFUK á Norðurlandi verður haldin í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð laugardaginn 28. mars. kl. 14-16. Vorhátíðin markar lok vetrarstarfsins og upphaf sumarstarfsins og hefst skráning í sumarbúðir félagsins sem alls eru fimm talsins. Vinsælastar hér norðanlands eru sumarbúðirnar Hólavatni en þar verður boðið upp á sjö dvalarflokka í sumar fyrir 7-13 ára hressa krakka.

Á laugardaginn verður margt skemmtilegt í boði. Hoppukastali, þythokký, skemmtiatriði, veitingar, blöðrur, andlitsmálning og sannkölluð fjölskyldustemning. Vorhátíðin er öllum að kostnaðarlausu og eru allir hjartanlega velkomnir. Allar frekari upplýsingar um hátíðina og flokkaskrá Hólavatns má finna á vef félagsins en slóðin er ww.kfum.is.

Nýjast