Vonir sem geta ekki gengið eftir

Ráðhúsið á Akureyri/mynd karl eskil
Ráðhúsið á Akureyri/mynd karl eskil

Ljóst er að fjölga þarf bæjarfulltrúum á Akureyri verulega, eigi óskir oddvita framboðanna að ganga eftir. Í bæjarstjórn sitja ellefu fulltrúar, en samtals vonast oddvitarnir til að fá 19-23 fulltrúa í bæjarstórn, þegar þeir eru spurðir um hugsanlegt gengi sinna framboðslista í kosningunum í lok maí.

Vinstrhreifingin  grænt framboð er með einn bæjarfulltrúa, en oddvitinn gerir sér vonir um þrjá.

Samfylkingin er með einn bæjarfulltrúa, en oddvitinn gerir sér vonir um tvo til þrjá.

Björt framtíð bauð ekki fram síðast, oddvitinn vonast eftir þremur til fjórum fulltrúum.

Framsóknarflokkurinn er með einn bæjarfulltrúa, oddvitinn gerir sér vonir um þrjá.

Sjálfstæðisflokkurinn er með einn einn bæjarfulltrúa, oddvitinn gerir sér vonir um þrjá til fjóra.

L-listinn er með sex bæjarfulltrúa, oddviti L-listans, bæjarlista Akureyrar gerir sér vonir um fjóra.

Dögun bauð ekki fram síðast, oddvitinn gerir sér vonir um einn til tvo.

Samkvæmt þessu þyrfti að fjölga bæjarfulltrúum úr 11 í 19-23, eigi óskir allra að rætast.

Svör allra oddvitanna um hugsanlegt gengi í kosningunum eru birt í prentútgáfu Vikudags

Nýjast