Lögreglan á Akureyri óskar eftir vitnum að umferðaróhappi á Drottningarbraut við Aðalstræti þann 20. mars s.l. um klukkan 17:00. Þar hafnaði rauð Toyota Corolla bifreið utan vegar á grindverki við starfsstöð siglingafélagsins Nökkva. Ökumaður grárrar fólksbifreiðar sem var ekið af Aðalstræti inn á Drottningarbraut er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Þeir sem sáu þetta umferðaróhapp eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 464 7700 eða á netfangið 0244@tmd.is.