Vistvæn bílastæði við HA

Hægt er að hlaða bílana í stæðunum.
Hægt er að hlaða bílana í stæðunum.

Fyrstu vistvænu bílastæðin við Háskólann á Akureyri voru formlega tekin í notkun sl. þriðjudag. Óskar Þór Vilhjálmsson hjá Kennslumið­ stöðinni lagði fyrstur manna í stæðin og í kjölfarið fór rektor HA stuttlega yfir sögu og tilgang verkefnisins. Vistvænu stæðin eru ætluð fyrir ökutæki sem geta tekið við innlendri orku eins og rafmagni eða metani. Um sex stæði er að ræða og af þeim eru fjögur búin rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla. Vistorkustæðin eru fyrir framan aðalbyggingu skólans og rafhleðslustöðvarnar eru milli Borga og aðalbyggingar. Þau eru vel merkt með skilti og verða síðan máluð græn með vorinu. Þeir sem hyggjast nýta sér grænu stæðin þurfa að verða sér út um Vistorku-límmiða annað hvort í afgreiðslu Norðurorku að Rangárvöllum eða í afgreiðslu Ráðhússins. Vistvænu bílastæðin eru eitt af mörgum skrefum sem Háskólinn er að taka til þess að verða kolefnishlutlaus í framtíðinni. Nýlega var greint frá því að nýjar reglur Háskólans kveði á um að starfsmenn þurfi að leigja rafmagnsbíl ef vegalengdir þeirra verða 100 km eða styttri í hverri leigu, en mega líka kjósa sér rafmagnsbifreið sjálfir þó um lengri vegalengdir er að ræða. Með þessu móti er stuðlað að því að draga verulega úr fótspori Háskólans á Akureyri gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda.

Nýjast