Orðið og fyrirbærið lýðræði ber helst á góma í aðdraganda kosninga til þess að höfða til kjósenda og minna þá á að við eigum öll að hafa eitthvað um hlutina að segja og taka sameiginlegar ákvarðanir. En virkar lýðræðið? Einhver kann að hugsa sem svo að það felist lýðræði í því að kjósa sér fulltrúa til að sjá um málin og þurfa svo ekki að hafa áhyggjur meir á komandi kjörtímabili. Þetta held ég að sé hvorki hollt fyrir kjósendur, þá sem eru kjörnir eða samfélagið í heild, skrifar Hlín Bolladóttir, oddviti Dögunar á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.