Vinsæll kjúklingaréttur og eplapæ

Herdís Ström, sem sér um matseldina á leikskólanum Síðuseli á Akureyri, tók áskorun Þórdísar Þórólfsdóttur og er mætt hér með girnilegar uppskriftir. "Kjúklingaréttur þessi er mjög vinsæll hjá fjölskyldunni og líka eplapæið. Gott er að tvöfalda uppskriftina að kjúklingaréttinum ef maður er með marga í mat (ca.8 til 10 manns) Það er mjög þægilegt að vera með þessa rétti, allt í eldfast mót og inn í ofn. Kannski ekki allt mjög hollt en bragðgott," segir Herdís.

Heitur kjúklingaréttur

1 grillaður kjúklingur

3oo-4oo g spergilkál soðið eða grænmetisblanda (t.d. spegilkál, gulrætur og blómkál, fæst frosið í pokum).

Sósa:

1.dós Campells kjúklingasúpa

1.dós Campells sveppasúpa

4. msk. majones

1.tsk. karrý

1 dl rjómi

Allt sett í skál og hrært saman, má þynna með soðinu af grænmetinu.

Paxo rasp

Rifinn ostur

Grænmetið sett í stórt eldfast mót, kjúklingurinn brytjaður niður og dreift yfir grænmetið, sósunni hellt yfir kjötið, osturinn svo yfir og síðast paxoraspinu yfir ostinn. Hitað í miðjum ofni í ca. 30 -40 mín. við 190-200°C.

Eplapæ

4 - 5 epli

150 g sykur

35 g hveiti

1 tsk. kanill

Eplin flysjuð, brytjuð niður og sett í poka, þurrefnin sett í pokann líka og hrist saman, sett í stórt eldfast mót.

Sett í skál:

140 g hveiti

50 g sykur

1 1/2 tsk. lyftiduft

150 g rifinn ostur

1/4 tsk. salt

65 g brætt smjörliki

1/4 bolli mjólk

Blandað saman, sett í skálina og hrært saman með gaffli (á að vera blautt) sett jafnt yfir eplin (er svolítið hraunað). Bakað í ofninum við 190-200°C í ca. 30 mín.

"Verði ykkur að góðu.

Ég skora svo á Hönnu Berglindi Jónsdóttur samstarfskonu mína á Síðuseli að koma með eitthvað girnilegt í næsta matarkrók."

Nýjast