Vinnuslys á öskuhaugunum

Vinnuslys varð á sorphaugum Akureyrar á Glerárdal fyrr í dag. Karlmaður klemmdist þar á milli gámabíls og jarðýtu og slasaðist á höfði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild FSA, þar sem hann fór í sneiðmyndatöku.

Maðurinn var með meðvitund en er eitthvað höfðuðbrotinn, samkvæmt upplýsingum sjúkraflutningamanns og því ekki hægt að segja til um hversu alvarleg meiðsli hans eru. Slysið varð þeim hætti að gámabíllinn festist og átti að nota jarðýtuna til að draga hann upp. Maðurinn varð á milli þegar jarðýtunni var bakkað að gámabílnum.

Sjúkraflutningamenn hafa haft í ýmsu að snúast í dag, því fyrir utan slysið á öskuhaugunum, fóru þeir í tvö sjúkraflug og fleiri verkefni.

Nýjast