Vinnur sjónvarpsþætti fyrir Sky og BBC

Gunnar Konráðsson kvikmyndagerðamaður frá Akureyri flutti nýverið heim eftir 12 ára fjarveru ásamt konu sinni Heiðbjörtu Ósk Ófeigsdóttur og tveimur sonum þeirra. Gunnar hefur getið sér gott orð sem kvikmyndagerðamaður undanfarin ár og var m.a. tilnefndur til Emmy-verðlaunanna árið 2011. Hann hefur unnið verkefni fyrir margar af stærstu sjónvarpsstöðvum heims og er þessa dagana að vinna sjónvarpsþætti fyrir Sky og BBC.

Gunnar hefur vinnuaðstöðu í lítilli verðbúð í Bótinni á Akureyri og segir það til marks um hversu lítill heimurinn er orðinn að þar geti hann unnið við gerð þátta fyrir tvær af stærstu sjónvarpsstöðvum heims. 

Vikudagur kíkti í heimsókn til Gunnars og ræddi við hann um kvikmyndabransann, heimkomuna, fótboltadrauminn sem hvarf og ýmislegt fleira. Viðtalið má nálgast í prentuútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

Nýjast