11. febrúar, 2011 - 22:51
Fréttir
Meirihluti skipulagsnefndar Akureyar samþykkti á fundi nefndarinnar í vikunni að fela skipulagsstjóra að setja í gang vinnu við deiliskipulag
Dalsbrautar. Jafnframt skipar nefndin Helga Snæbjarnarson, Odd Helga Halldórsson, Pétur Bolla Jóhannesson og Helga Má Pálsson í verkefnislið
deiliskipulagsins.
Auður Jónasdóttir (V-lista) greiddi atkvæði gegn tillögunni og óskaði bókað að hún telji ótímabært að
setja þessa vinnu í gang og að óásættanlegt sé að engin kona skuli vera skipuð í verkefnisliðið. Pálmi Gunnarsson
fulltrúi A-lista sat hjá.