Vínbúðin á Akureyri verður áfram á sama stað

Í lok árs 2009 var auglýst eftir húsnæði fyrir Vínbúðina á Akureyri. Nú hafa innkomin tilboð verið metin, bæði með tilliti til verðs og staðsetningar. Niðurstaðan er að ekki náist fram það hagræði sem stefnt var að og því hefur verið ákveðið að hafna öllum tilboðum. Vínbúðin verður því rekin áfram í núverandi húsnæði um óákveðinn tíma.  

Ríkiskaup auglýsti eftir húsnæði til leigu fyrir Vínbúðina á Akureyri. Tilboðin voru opnuð þann 30. desember sl. og sendu fjögur fyrirtæki inn tilboð og buðu alls fimm húseignir víðs vegar um bæinn til leigu. Eftirtalin fyrirtæki buðu eftirtaldar eignir:

1. Bjóðandi: Baldursnes 2 ehf.
Staðsetning húsnæðis:Baldursnes 2
Stærð í fermetrum: 1000 m2
Leiguverð: kr. 1.500.- pr. m2
Afhendingartími: Húsnæðið er fullbúið og laust við gerð leigusamnings.

2. Bjóðandi: SMI ehf.
Tilboð 1
Staðsetning húsnæðis: Verslunarmiðstöðinni Glerártorgi
Stærð í fermetrum: 527,7 m2 (+120,4 m2 hlutdeild í sameign)
Leiguverð: kr. 1.890.- pr. m2 / hækkar í kr. 2.190.- eftir þrjú ár
Afhendingartími: Vor 2010 með 4 mánaða fyrirvara

Tilboð 2
Staðsetning húsnæðis: Dalsbraut 1
Stærð í fermetrum: 599 m2 - 766,8 m2
Leiguverð: 1.490.- pr. m2 / hækkar í kr. 1.690.- eftir þrjú ár
Afhendingartími: Vor 2010 með 4 mánaða fyrirvara

3. Bjóðandi:Smáragarður ehf.
Staðsetning húsnæðis: Glerárgata 36
Stærð í fermetrum: 609,4 m2
Leiguverð: kr. 1.350.- pr. m2
Afhendingartími: 1. júní 2010

4. Bjóðandi: Ljósmyndavörur ehf.
Staðsetning húsnæðis:Kaupvangsstræti 1
Stærð í fermetrum: 330 m2 + 120 m2 + 80 til 100 m2
Leiguverð: kr. 1.288.- og kr. 987.- pr. m2
Afhendingartími: 1. júní 2010

Nýjast