05. janúar, 2010 - 17:08
Fréttir
Um s.l. helgi eða fyrstu helgi ársins, 1-3. janúar, voru fjórir ökumenn stöðvaðir á Akureyri grunaðir um akstur undir áhrifum
fíkniefna. Á einum þeirra fannst lítilræði af ætluðu örvandi efni og við nánari skoðun kom í ljós að annar
ökumaður hafði meðferðis í bifreið sinni um 40 grömm af kannabisefnum sem hann kvaðst hafa ætlað til eigin nota.
Lögreglan minnir enn og aftur á fíkniefnasímann 800-5005 þar sem koma má á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál til
lögreglu.