Gunnar Gíslason, nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri segist vilja efla íbúalýðræði, þannig að kosið verði um ýmis mál. Ekki gangi lengur að kjósa aðeins til bæjarstjórnar á fjögurra ára frest. Íbúarnir kalli bersýnilega eftir auknu samráði. Ég trúi að við getum komið þessu samráði á laggirnar og ég er sannfærður um að með aukinni tækni verði íbúakosningar einfaldari í framkvæmd. Við eigum í sumum tilvikum að kjósa um mál, til að fá botn í þau.
Hefðir þú til dæmis látið kjósa um lagningu umdeildrar Dalsbrautar ?
Já, það var dæmigert mál sem hefði verið hægt að kjósa um frekar en að taka ákvörðun með þeim hætti sem gert var. Sömu sögu er að segja um umdeilt síki í miðbænum, ég tel að það mál hefði mátt fara í íbúakosningu. Auðvitað er alltaf hætta á að umræðan fari út um víðan völl, samhliða almennum kosningum. Við verðum þá bara að læra að takast á við slík mál.
Ítarlega er rætt við Gunnar í prentútgáfu Vikudags