Stjórn Akureyrarstofu hefur óskað eftir kynningu á nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða á Íslandi og svo fljótt sem auðið
er hlutlausum upplýsingum um efnahagslegar afleiðingar þess. Stjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að fela
framkvæmdastjóra og verkefnisstjóra að fylgjast með þróun þessa máls og afla allra mögulegra upplýsinga um áhrif breytinga
á fiskveiðilöggjöfinni fyrir sjávarútveginn og þar með Eyjafjörð.