Vill fastráða fjóra leikara við Leikfélag Akureyrar

Nýr leikhússtjóri á Akureyri hyggst fastráða leikara á ný.
Nýr leikhússtjóri á Akureyri hyggst fastráða leikara á ný.

Marta Nordal nýráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar segist full tilhlökkunar fyrir starfinu. Eitt af því sem Marta ætlar að gera til að byggja upp leikhússamfélag er að fastráða leikara. Vikudagur ræddi við Mörtu um leikhússtarfið.

„Þetta eru spennandi tímar, ekki síst eftir að LA og sinfónían voru sameinuð undir einum hatti. Það skapar sérstöðu og tækifæri. Það hefur átt sér stað uppbygging undanfarin ár og ég hlakka til að halda henni áfram,“ segir Marta.

„Svo hægt sé að byggja upp leikhússamfélag þá verður að fastráða leikara og ég vona að við getum fastráðið fjóra annaðhvort núna í haust eða að ári. Síðan er það auðvitað langtímamarkmið félagsins að stækka hópinn en frekar,“ segir Marta, en lengra viðtal við hana má nálgast í prentútgáfu blaðsins. 

Nýjast