Vilja viðræður við ríkið um framtíðarrekstur Öldrunarheimila Akureyrar

Akureyrarbær
Akureyrarbær

Bæjarstjórn Akureyrar lagði fram bókun á bæjarstjórnarfundi í vikunni þar sem lagt er áhersla á að þegar í stað
verði teknar upp viðræður við ríkið um framtíðarfyrirkomulag á rekstri og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar.
„Mikilvægt er að mótuð verði samræmd heildarstefna í málefnum aldraðra og óvissu um ábyrgð og fjármögnun þjónustunnar verði eytt. Í því sambandi verði skoðað hvort rekstur og starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar sé betur kominn hjá ríki þegar til framtíðar er litið. Samhliða verði gengið frá uppgjöri vegna fyrri ára á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar og felur bæjarstjórn bæjarstjóra að kalla
eftir viðræðum við stjórnvöld,“ segir í bókun sem var samþykkt samhljóða.

Eins og fram í kom tilkynningu frá bænum í síðustu viku hefur Akureyrarbær greitt hundruð milljóna króna með rekstri hjúkrunar­ og dvalarheimila í bænum á síðustu árum þar sem daggjaldatekjur frá ríkinu hafa ekki dugað fyrir útgjöldum. Lögum samkvæmt er fjármögnun þjónustunnar á ábyrgð ríkisins en samningur um rekstur öldrunarheimilanna hefur ekki verið í gildi frá árslokum 2008. Ríkið skilgreinir sjálft kröfur til þjónustunnar og ákvarðar daggjöldin einhliða en þau hafa langt í frá nægt til að standa undir rekstrinum síðustu árin. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í nýrri skýrslu sem KPMG hefur unnið fyrir Akureyrarbæ um öldrunarþjónustu bæjarins, þróun, stöðu og
framtíðarhorfur.

Kostnaður Akureyrarbæjar á hvern íbúa 67 ára og eldri hefur vaxið um 148% frá árinu 2007 til ársins 2014, mælt á föstu verðlagi. Skýrist það helst af viðvarandi og vaxandi halla á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar, einkum vegna aukins launakostnaðar og raunlækkunar á daggjaldatekjum. Þannig fóru um 93% af daggjöldum ársins 2014 í launakostnað öldrunarheimilanna og heildarkostnaður
við rekstur þeirra voru rúmlega 15% umfram daggjöld ríkisins.

Nýjast