Vilja strætóferðir frá flugvellinum

Strætó frá flugvellinum myndi bæta samgönguþjónustu fyrir ferðamenn. Mynd/Þröstur Ernir
Strætó frá flugvellinum myndi bæta samgönguþjónustu fyrir ferðamenn. Mynd/Þröstur Ernir

Samgöngur fyrir ferðafólk frá Akureyrarflugvelli eru af skornum skammti og í raun ekki annað en leigubílar í boði. Engar strætóferðir eru frá flugvellinum og er næsta strætóstoppistöð við Skautahöllina eða um 800 m frá flugvellinum. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir í samtali við Vikudag furða sig á því að strætó skuli ekki ganga út á flugvöll, þá sérstaklega að sumarlagi. Með takmörkuðum samgöngum sé ferðamönnum ekki tryggð góð þjónusta þegar á staðinn er komið.

Undir þessi orð tekur Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála á Akureyri, sem hefur lengi barist fyrir bættum samgöngum frá flugvellinum. Hann segir núverandi ástand vera galið.

throstur@vikudagur.is

Fjallað er um málið í prentútgáfu Vikudags

Nýjast