Vilja reisa útsýnispall við Vaðlaheiðargöng

Í skoðun er að reisa útsýnis-og upplýsingapall norðan við göngin.
Í skoðun er að reisa útsýnis-og upplýsingapall norðan við göngin.

Í skoðun er að setja upp sérstakan útsýnis-og upplýsingapall norðan við Vaðlaheiðargöng. Svalbarðsstrandahreppur hefur viðrað þessa hugmynd við Grýtubakkahrepp og Markaðsstofu Norðurlands um mögulegt samstarf. Málið er á byrjunarstigi en Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Svalbarðarsstrandarhrepps, segir að núverandi útsýnisstaður fyrir framan göngin sé ekki á heppilegum stað og ekki nægilega stór til að rúma þann fjölda ferðamanna sem sækja í útsýnið.

Aðgengið sé óviðunandi og gatnamót beint á móti. Hún bendir á að verið sé að byggja upp Norðurstrandaleiðina sem bæði Svalbarðsstrandahreppur og Grýtubakkahreppur eru partur af.

„Okkur finnst því mikilvægt að svæðið norðan við göngin hafi heildstæða og sterka ímynd og upplýsingar nýtist gestum. Hugmyndin er því að gera einskonar útsýnis-og upplýsingarpall,“ segir Björg.

 


Athugasemdir

Nýjast