Vilja ræða hugsanlega aðkomu að uppbyggingu fyrir aldraða

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var tekið fyrir erindi  Guðmundi Hallvarðssyni stjórnarformanni stjórnar Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna þar sem hann fyrir hönd stjórnar óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu Sjómannadagsráðs og Hrafnistu að uppbyggingu á Oddeyrinni.  

Er þar um að ræða þjónustu fyrir eldri borgara, hjúkrunarheimili, þjónustumiðstöð og öryggis- og þjónustuíbúðir. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að vinna áfram að málinu.

Nýjast