Bæjarfulltrúar vilja íbúakosningu um breytingar á Oddeyrinni

Gunnar Gíslason er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.
Gunnar Gíslason er oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akureyrar.

Skipulagið á Oddeyrinni var til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær. Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, greinir frá því í Facebookfærslu að bæjarfulltrúar D-listans hafi lagt fram bókun um að sú aðalskipulagsbreyting sem var til umræðu fari í íbúakosningu áður en hún verður endanlega afgreidd.

Á Oddeyri hefur fyrirhugðum háhýsabyggðum á Oddeyrinni verið mótmælt harðlega. Skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur lagt til að auglýstar verði breytingar á aðalskipulagi Akureyrar sem nær yfir nýtt íbúðasvæði á Oddeyri. Á síðasta ári voru kynntar hugmyndir fyrir byggingu á allt að 11 hæða húsum á svæðinu. Þær hugmyndir voru mikið gagnrýndar og varð niðurstaða skipulagsráð að takmarka hæð þeirra við 25 metra yfir sjávarmáli sem þýðir að hámarki 7 hæða hús

Í bókum meirihluta bæjarstjórnar segir Oddeyri vera mikilvægt svæði þegar kemur að framtíðarþróun Akureyrar og æskilegt sé að koma svæðinu í endurnýjun og uppbyggingu sem fyrst. „Svæðið sem aðalskipulagsbreytingin á við um er verðmætt til uppbyggingar og þéttingar byggðar. Þétting byggðar er hvorutveggja umhverfisvæn og hagkvæm. Hlutfallslegur kostnaður við viðhald gatna, veitna, sorphirðu og snjómokstur á hvern íbúa lækkar. Göngu- og hjólafjarlægðir styttast og innviðir á borð við skóla og þjónustu nýtast fleirum ásamt því að auðveldara er að halda úti almenningssamgöngum."


Athugasemdir

Nýjast