Vilja fleiri fjarvinnustörf til Hríseyjar

Hrísey.
Hrísey.

Hverfisráð Hríseyjar fagnar því að Þjóðskrá Íslands hafi í samvinnu við verkefnið Brothættar byggðir og Akureyrarbæ auglýst fjarvinnslustarf í Hrísey. Heimildir hverfisráðsins herma að margir hafi sótt um starfið og því óskar hverfisráð eftir því við Akureyrarbæ að unnið verði markvisst að því að finna fleiri sambærileg störf sem unnt er að vinna í fjarvinnslu frá Hrísey.

„Nauðsynlegt er að fjölga störfum til að minnka atvinnuleysi í Hrísey en jafnframt stuðla að mögulegri fólksfjölgun í eyjunni. Samfélagsleg áhrif af einu starfi geta verið heilmikil, til dæmis ef barnafjölskylda flytur með þeim starfsmanni sem ráðinn er og fjölgun verður í skólanum,“ segir í bókuns ráðsins.


Athugasemdir

Nýjast