Vilja einfalda utanumhald um styrkveitingar

Bæjarráð Akureyrar hyggst yfirfara verklag styrkveitinga og hefur falið bæjarstjóra að vinna að því að samræmdar verði flokkanir á styrkveitingum og útbúinn verði gagnagrunnur til þess að halda utan um allar styrkveitingar frá bænum. Gagnagrunn sem heldur utan um söguna og auðveldar þá aðgengi nefndarmanna og bæjarfulltrúa að gögnum. Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista skoraði á bæjarráð að setja upplýsingar um allar styrkveitingar Akureyrarbæjar á einn stað á vef bæjarins, og setja þær aðgengilega fram.

Nýjast