Vilja efla útibú Orkustofnunar

Orkustofnun rekur útibú að Borgum á Akureyri og hjá Akureyrarsetri stofnunarinnar eru fjórir starfsmenn. Ársfundur Orkustofnunar 2007 stendur nú yfir á Hótel KEA og fram kom í máli Þorkels Helgasonar orkumálastjóra að útibúið hafi eflst og vaxið á síðasta ári og að til umræðu sé að efla enn frekar starfsemina á Akureyri, t.d. með tilfærslu verkefna. Óhætt er að segja að Akureyri sé miðstöð Orkustofnunar á sviði orkuhagkvæmni hvers konar, þar sem Orkusjóður, Vettvangur um vistvænt eldsneyti og umsjón með niðurgreiðslum hafa öll bein tengsl við málefnið. Orkusetur er til húsa á skrifstofu Orkustofnunar á Akureyri. Setrið var stofnað árið 2005 í samvinnu við Iðnaðarráðuneytið, KEA og Samorku með styrk frá Evrópusambandinu, með það að markmiði að stuðla að skilvirkri orkunotkun og nýtingu nýrra orkugjafa.

Nýjast