Vilja aukið öryggi fyrir börnin

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri tók við undirskriftalistanum frá syni
Markusar Me…
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri tók við undirskriftalistanum frá syni Markusar Meckl. Mynd/Þröstur Ernir

Markus Meckl, íbúi við Fróðssund á Oddeyrinni á Akureyri, hefur safnað rúmlega hundrað undirskriftum frá
íbúum á Eyrinnar og þeim sem eiga börn á Iðavöllum og í Oddeyrarskóla. Þar sem farið er á leit við skipulagsnefnd Akureyrarbæjar að tekið verði til athugunar að þrengja Glerárgötu milli Þórunnarstrætis og Kaupangsstrætis svo öryggi gangandi vegfarenda sé tryggt.
Ekki hvað síst barna. Einnig að kannað verði hvernig hægja megi á umferð í Norðurgötu.

Tilefni að undirskriftinni er hraðakstur um svæðið og segir Markus að það sé aðeins tímaspursmál hvenær
alvarlegt slys verður. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 18. febrúar

Nýjast