Vilja áfram þiggja jólatrésgjöf frá Randers

Mynd/Hörður Geirsson.
Mynd/Hörður Geirsson.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar telur að þiggja eigi jólatrésgjöf frá vinabænum Randers í Danmörku eins og hefð hefur verið fyrir í mörg ár.

Fyrir jólin í fyrra var það gagnrýnt að Akureyrarbær vildi ekki taka við jólatréi hér innanbæjar sem bæjarbúi bauð bæjaryfirvöldum og fannst mörgum það skjóta skökku við að bæjarfélag sem leggur mikið upp úr því að vera umhverfisvænt skuli flytja inn jólatré með tilheyrandi mengun þegar annað er í boði.

Nokkur bæjarfélög hafa farið á þá leið að hætta að þiggja jólatré erlendis frá vegna umhverfismála.


Athugasemdir

Nýjast