Vilja að meirihlutinn axli ábyrgð á uppbyggingu við Pollinn

Í bréfi Nökkva til bæjaryfirvalda segir m.a. að bað-og snyrtiaðstaða fyrir hundruð barna Akureyrar s…
Í bréfi Nökkva til bæjaryfirvalda segir m.a. að bað-og snyrtiaðstaða fyrir hundruð barna Akureyrar sé skelfileg.

Siglingaklúbburinn Nökkvi fer fram á það að meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar standi við gerðan samning um uppbyggingu Nökkva frá 2014. Í áskorun til bæjaryfirvalda minnir Nökkvi á að núverandi meirihluti hafi tekið fram fyrir hendur klúbbsins árið 2016 en þá hafi staðið til að reisa fyrsta áfanga svokallaðs bátahúss, og lét teikna nýtt og margfalt dýrara hús sem átti að hefja byggingu á haustið 2018.

„Öll ábyrgði liggur hjá núverandi meirihluta og ekki er hægt að bíða lengur eftir framkvæmdum sem áttu að hefjast sl. haust þegar fjárveitingar til verksins gufuðu upp. Aðstaða klúbbsins var óviðunandi þegar árið 2010, þá er klúbburinn hóf baráttu sína fyrir uppbyggingu, hvað þá núna, næstum áratug seinna, með sama gamla kofann, skelfilega bað-og snyrtiaðstöðu fyrir hundruð barna Akureyrar og búnaðinn okkar dreifðan á Höepfners-svæðinu óvarinn fyrir veðri og vindum.

Stjórn Nökkva skorar á meirihlutann að axla sína ábyrgð og klára uppbyggingu siglingaklúbbsins við Pollinn á nýju uppfyllingunni sem tilbúinn var til notkunar og framkvæmda árið 2018,“ segir í bréfi Nökkva.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur óskað eftir fundi með frístundaráði og stjórn Siglingaklúbbsins Nökkva til þess að ræða hugsanlegar lausnir.  


Nýjast