Vikudagur.is er vinsælasti fréttavefurinn á Akureyri samkvæmt nýlegri netkönnun sem Háskólabrú Keilis vann og byggir á svörum 700 Akureyringa.
Spurt var: Hversu oft notar þú eftirtalda akureyrska fjölmiðla? Í könnuninni kemur fram að helmingur svarenda eða 50% lesa vikudag. is mánaðarlega eða oftar en 28% vikulega eða oftar. Um 44% lesa akureyri. net mánaðarlega eða oftar og 21% vikulega eða oftar. 35% svarenda lesa dagskrain.is mánaðarlega eða oftar en 17% vikulega eða oftar.
Eins og áður hefur komið fram mældist lestur á Vikudegi 25% í sömu könnun þegar spurt var um lestur á staðarblöðum og bætir Vikudagur við sig einu prósentustigi frá því í fyrra. Sé rýnt í lestur eftir aldursflokkum kemur í ljós að 36% svarenda á aldrinum 41-50 ára lesa blaðið mánaðarlega eða oftar og 23% svarenda á aldrinum 31-40 lesa blaðið.