Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 25. júní og að vanda er farið út um víðan völl í blaði vikunnar. Þess má geta að þetta er síðasta blað Vikudags því frá og með fimmtudeginum 2. júlí í næstu viku kemur út nýtt sameiginlegt blað í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum undir heitinu Vikublaðið.

Áskrifendur Vikudags og Skarps fá því glænýtt blað inn um lúguna í næstu viku.   

Meðal efnis í blaðinu í dag:

-Akureyringurinn Kristján Ingimarsson hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu dönsku Reumert verðlauna 2020 í flokknum Årets Særpris fyrir sýninguna Room 4.1 LIVE. Vikudagur heyrði í hljóðið í Kristjáni og spurði hann út í sýninguna og lífið í Danmörku.

-Freyr Brynjarsson heldur um áskorendapennan og kemur með áhugaverðan pistil.

-Sigurlína Guðný Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur var Fjallkona Akureyrar 2020 á Þjóðhátíðardaginn. Hún útskrifaðist úr hjúkrunarfræði árið 2018 úr Háskólanum á Akureyri og hóf strax að vinna á gjörgæsludeild sjúkrahússins á Akureyri og var ein af þeim sem stóð vaktina þegar vegna kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.

-Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum þann 12. Júní, í tilefni af 10 ára afmæli Hörgársveitar, að sveitarfélagið hefji nú þegar undirbúning að því að gerður verði göngu- og hjólastígur frá Lónsbakka að Þelamerkurskóla, með samvinnu við Vegagerðina og Norðurorku.

-Fyrsta stigamót sumarsins í götuhjólreiðum, Skjálfandamót HFA og Völsungs, fór fram um liðna helgi og hjóluðu keppendur frá Akureyri til Húsavíkur. Veður var frábært, aðstæður góður og mikil ánægja var með mótið í heild að sögn mótshaldara. Ármann Hinrik Kolbeinsson sá um að mynda hjólreiðakappana.

-Í næstu viku verður breyting á útgáfustarfsemi Ásprents þegar Vikudagur og Skarpur sameinast í nýtt blað undir heitinu Vikublaðið. Þetta eru því síðustu blöðin undir heitinu Vikudagur og Skarpur sem koma út þessa vikuna og lýkur þar með áralangri sögu þessara blaða. Þröstur Ernir Viðarsson ritstjóri Vikudags og Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri Skarps rita sameiginlega grein um tímamótin.

-Í byrjun júní var Góðverkavika fyrir krakka í 4. – 6. bekk haldin af Akureyrarkirkju. Verkefni vikunnar sneru að góðverkum af ýmsu tagi.

-Á íþróttasíðum blaðsins er fótboltinn fyrirferðarmikill enda byrjar Íslandsmótið með látum.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  


Athugasemdir

Nýjast