Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 11. Júní. Í blaði vikunnar er farið um víðan völl, áhugaverðar fréttir, mannlíf, íþróttir og menning.

Meðal efnis í blaðinu:

-Akureyrarbær hefur skipað vinnuhóp til að hefja formlegar viðræður um uppbyggingu á KA-svæðinu. Ingvar Már Gíslason, formaður KA, tilkynnti þetta á aðalfundi félagsins sem haldin var nýverið.

-Sindri Geir Óskarsson er nýr sóknarprestur í Glerárkirkju en hann tók við starfinu af Gunnlaugi Garðarssyni í upphafi árs. Sindri er fæddur árið 1991 og er næstyngsti sóknarprestur landsins. Vikudagur tók Sindra tali og forvitnaðist um prestinn unga.

-Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari, heldur um áskorendapennan og skrifar áhugaverðan pistil.

-Bjarki Ragnarsson tók áskorun frá móður sinni Gunnhildi Helgadóttur og sér um matarhornið þessa vikuna.

-Oddur Helgi Halldórsson skrifar um göngu í Glerárdalnum.

-Bæjarstjórinn á Akureyri er bjartsýnn á að bæjaryfirvöld muni styrkja atvinnulífið og ferðaþjónustuna í Hrísey með því að hafa frítt í ferjuna á að hluta til í sumar.   

-Í Hús vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Eyrarlandsstofu.

-Knattspyrnukonan Andrea MistPálsdóttir er íþróttamaðurvikunnar. Hún á að baki 114 leiki með Þór/KA en samdi nýlega viðFH og spilar með liðinu í PepsiMax-deild kvenna í sumar. Hún segir dvölina á Ítalíu vera eftirminnilega.    

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast