Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 4. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar.

Meðal efnis í blaðinu:

-Verið er að kanna þann möguleika hvort hægt sé að fara með nokkra bekkjardeildir úr Lundarskóla á Akureyri yfir í Rósenborg næsta vetur vegna myglu. Lundarskóli verður hugsanlega endurnýjaður í heild sinni í stað þess að laga skemmdir.

-Með hækkandi sól fer hjólreiðarfólk að verða meira áberandi á götum og gangstígum en hjólreiðar sem samgöngumáti nýtur vaxandi vinsælda. Ágúst Örn Pálsson er formaður Hjólreiðarfélags Akureyrar (HFA) en fjöldi félaga er á þriðja hundrað manns. Vikudagur ræddi hjólreiðarmenninguna á Akureyri við Ágúst Örn.

-Stefán Tryggva- og Sigríðarson starfsmaður á Hótel Natur heldur um Áskorendapennann og kemur með áhugaverðan pistil.

-Gunnhildur Helgadóttir starfsmaður í Ásprent tók áskorun um að vera með matarhornið þessa vikuna og bíður upp á uppskriftir í hollari kantinum.

-Tumi Hrafn Kúld er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni en hann hefur æft golf af kappi frá unga aldri. Tumi Hrafn stundar nám í afbrotafræði við Western Carolina University í Bandaríkjunum og er þar á golfstyrk. Vikudagur forvitnaðist um lífið hjá Tuma út í Bandaríkjunum og spurði hann út í golfíþróttina.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast