Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 16. janúar og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, segir rangt að halda því fram að Akureyrarbær hækki gjaldskrár sínar umfram 2,5%. Í bréfi Björn Snæbjörnssonar formanni Einingar-Iðju til forseta bæjarstjórnar í síðasta blaði var það gagnrýnt að Akureyrarbær hækki fasteignagjöldin um 8,8%.

-Aldís Kara Bergsdóttir og Viktor Samúelsson voru valin íþróttafólk Akureyrar 2019 við athöfn í Hofi í gærkvöld. Fjallað er ítarlega um kjörið í blaðinu.

-Á árinu 2020 er gert ráð fyrir framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins fyrir tæplega 4,4 milljarða króna. Fræðslu- og uppeldismál eru sérstaklega fyrirferðarmikil í framkvæmdayfirliti á árinu.

-Finnur Aðalbjörnsson verktaki á Akureyri er eldri tvívetra þegar kemur að sjómokstri og segir veturinn hafa verið ansi erfiðan. Vikudagur ræddi við Finn um snjóþungann og moksturinn í vetur.

-Stefán Gunnarsson heldur um áskorendapennan þessa vikuna.

-Hreggviður Ársælsson sér um matarhornið í blaði vikunnar en Hreggó, eins og hann er yfirleitt kallaður, þykir lunkinn í eldhúsinu og kemur með áhugarverðar uppskriftir.

-Ingvar Már Gíslason, formaður KA, segir bæjaryfirvöld á Akureyri vera áhugalaus um uppbyggingu á svæði félagsins og segir skorta pólitískt þor til uppbyggingar íþróttamannvirkja í bænum. Þetta segir Ingvar í ávarpi sem hann flutti á 92 ára afmæli KA á dögunum. Hann segir aðstöðu KA vera barn síns tíma og hafi á engan hátt þróast með félaginu síðustu ár.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast