Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 5. desember. Í blaði vikunnar er að vanda farið um víðan völl, áhugaverðar fréttir, mannlíf, íþróttir og menning.

Meðal efnis í blaðinu:

-Sólskógar eru þessa dagana að láta reisa gróðurhús í Kjarnaskógi sem er 2.000 fermetrar að stærð. Áætlað er að byggingin verði tilbúinn í desember en að húsið verði tekið í notkun í apríl á næsta ári.

-KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði félagsins, sunnudaginn 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi. Þetta var í 86. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Auglýst var eftir styrkjum í október síðastliðnum og bárust 154 umsóknir.  Úthlutað var tæpum 15 milljónum króna til 52 aðila.

-Erlingur Arason gaf út geisladisk í byrjun nóvember en um er að ræða 14 laga disk sem nefnist Dalurinn og vísar til Öxnadals þar sem Erlingur er fæddur.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Hlíðargötu 7.

-Hrafnhildur Baldursdóttir, Habbý, tók áskorun frá móður sinni í síðasta blaði og hefur umsjón með matarhorninu þessa vikuna. Habbý bíður lesendum upp á afar girnilegar kökuuppskriftir.

-Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stendur fyrir opnum dyrum í sveitinni á laugardaginn kemur þann 7. desember. Þar munu fjölmörg fyrirtæki bjóða upp á gjafabréf til sölu í jólapakkana og vera með skemmtilegar uppákomur. María Pálsdóttir, eigandi og rekandi Hælisins í Kristnesi, er ein af þeim sem ætlar að opna dyrnar upp á gátt á laugardaginn.

-Akureyrarbær stóð fyrir íbúafundi í Brekkuskóla á dögunum undir yfirskriftinni „hvert fara peningarnir okkar?“ Til að bregðast við því og upplýsa þá sem ekki komust hafa verið tekin saman skrifleg svör bæjarfulltrúa meirihlutans við þeim spurningum sem ekki tókst að svara, auk nokkurra annarra sem voru mikið ræddar á fundinum. Vikudagur birtir hluta af spurningum bæjarbúa og svörum bæjarfulltrúa.

-Ragnheiður Björk Þórsdóttir, textíllistamaður, kennari og sérfræðingur við Textílmiðstöð Íslands, hefur sent frá sér bókina „Listin að vefa“, sem er fyrsta heildarritið sem út kemur hér á landi um vefnað á Íslandi, frá landnámi til okkar daga. Bókin hefur verið um níu ár í smíðum.

-Brynhildur Þórarinsdóttir heldur um Áskorendapennan.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast