Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 21. nóvember og er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis:

-Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður til margra ára og fyrrum bæjarfulltrúi á Akureyri, vendi kvæði sínu í kross fyrir hartnær tveimur árum og flutti til Sambíu í Afríku. Hann hefur verið duglegur að ferðast um svæðið og lent í ýmsum uppákomum. Vikudagur setti sig í samband við Sigurð og forvitnaðist um lífið þarna úti. 

-Arnar Grant er áskorendapenni vikunnar og skrifar um hreyfingu og jákvætt hugarfar.

-Leikfélag Hörgdæla sýnir nú Gauragang á Melum og er rýnt í sýninguna.

-Í hús vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Norðurgata 3 sem varð eldi að bráð sl. helgi.

-Slökkvilið Akureyrar hefur farið í þrjú útköll það sem af er nóvember þar sem eldur hefur verið í byggingu. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir svona tíða bruna vera sjaldgæfa.

-Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt styrk til Ferðafélags Akureyrar að upphæð kr. 200.000 til að lagfæra göngustíg upp á Súlur. Stefnir Ferðafélag Akureyrar að því að setja þrjár nýjar mýrarbrýr á Súlugötuna sumarið 2020.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast