Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Vaiva Straukaité flutti til Akureyrar frá Litháen fyrir 16 árum. Hún hefur komið sér vel fyrir í bænum og kallar sig Akureyring í dag. Hún stofnaði hönnunarfyrirtækið Studio Vast fyrir ekki margt löngu og hyggst nú hefja prentun á gjafapappír á Akureyri. Vikudagur forvitnaðist um Vaivu og hönnunarfyrirtækið.

-Endurskoðuð áætlun stjórnenda gerir ráð fyrir um 19 milljónum króna framúrkeyrslu Listasafnsins á Akureyri. Eins og áður hefur verið fjallað um stefnir í verulegt tap á rekstri safnsins á árinu. Í úttektinni eru samandregnar ástæður framúrkeyrslu 2019 í stórum dráttum og ýmsar tillögur eru nefndar til hagræðinga á Listasafninu.

- Sigrún Ísey Jörgensdóttir sér um matarhornið að þessu sinni og kemur með uppskriftir í hollari kantinum.

-Andre Sandö, starfsmaður Útrásar á Akureyri, stóð uppi sem sigurvegari í Íslandsmeistaramótinu í málmsuðu sem var haldið var nýverið í húsnæði málmiðnaðarbrautar VMA. Málmsuðufélag Íslands stóð fyrir keppninni í samstarfi við Iðuna fræðslusetur, VMA og Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Ellefu þátttakendur voru á mótinu að þessu sinni og starfa þeir allir í málmiðnaði á Akureyri.

-Fjallað er um fjármagnsleysi til uppbyggingar á Akureyrarflugvelli og rætt við Njál Trausta Friðbertsson þingmann og flugumferðarstjóra. Þá skrifar Anna Kolbrún Árnadóttir þingkona um málið í aðsendri grein.

-Sportið er á sínum stað þar sem m.a. er fjallað um leik KA og Stjörnunnar í gær í Olís-deild karla í handbolta.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.  Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  


Athugasemdir

Nýjast