Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 11. júlí og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.

Meðal efnis:

-Leikarinn Aðalsteinn Bergdal er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á Skralla Trúð sem hann hefur leikið í heil 45 ár. Nú er hins vegar komið að tímamótum en leiðir þeirra félaga munu skilja um helgina er Aðalsteinn klæðist trúðagervinu í síðasta sinn á Hríseyjarhátíðinni laugardaginn 13. júlí. Hann segir það blendnar tilfinningar að kveðja trúðinn ástsæla. Vikudagur sló á þráðinn til Aðalsteins og spjallað við hann um tímamótin.

-Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu var haldið á Akureyri sl. helgi. Mótið varð það fjölmennasta til þessa en rétt tæplega 2.000 drengir í 5. flokki lögðu land undir fót og öttu kappi í knattspyrnu. Þórir Tryggvason ljósmyndari var á staðnum og fangaði stemmninguna á KA-svæðinu þar sem mótið fór fram.

-Fjóla Sigríðar Sveinmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Akureyri, tók áskorun Ingu Berglindar og er með í matarhornið þessa vikuna

- Pollamót Þórs og Samskipa fór fram sl. helgi en mótið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af stóru viðburðum ársins hjá eldri íþróttakempum þar sem konur og karlar koma saman, hnýta á sig takkaskóna og sýna gamla og nýja takta á knattspyrnuvellinum. Páll Jóhannesson ljósmyndari var með myndavélina á lofti á Þórsvelli.

-Í síðustu viku hélt hópur frá Akureyri á Novu vinarbæjarmót í Ålasund í Noregi. Pólitíkusar, starfsmenn og ungmenni frá Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi, Västerås í Svíþjóð, Alesund og Akureyri hittust þar til þess að styrkja böndin, bera saman bækur og læra hvert af öðru. Eva Hrund Einarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, var ein af þeim sem fór á mótið.

-Katrín Árnadótti skrifar grein um sumarúrræði barna á Akureyri og Ragnar Sverrisson fjallar um miðbæjarskipulagið og vistvænan miðbæ.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast