Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag, fimmtudaginn 13. júní og að vanda kennir ýmissa grasa í blaði vikunnar. Meðal efnis í blaðinu:

-Almar Alfreðsson er vöruhönnuður á Akureyri og hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis konar hönnunarverkefni. Almar er einnig verkefnastjóri menningarmála hjá Akureyrarstofu og hefur umsjón með mörgum af helstu menningarviðburðum sumarsins. Vikudagur fékk Almar í nærmynd.

-Framkvæmdir við byggingu fjölbýlishúss við Gudmannshaga 2 í Hagahverfi á Akureyri hófust nýverið. Í húsinu verða rúmlega þrjátíu íbúðir og verða þær tilbúnar til afhendingar eftir rúmt ár. Nú þegar hafa 50 manns lagt inn umsókn um íbúð. Þetta kemur fram í grein sem Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju skrifar í blaðinu.

-Niðurstöður farþegakönnunar Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála sýna hátt ánægjustig farþega skemmtiferðaskipa til Akureyrar. Heilt yfir var það mikil náttúrufegurð og snyrtimennska á heimsóknasvæðum auk greiðvikni og glaðlegs viðmóts heimamanna sem stóð upp úr hjá gestunum. Það sem helst þótti skorta var aðgengi að almenningssalernum auk almenningssamgangna og betri leiðbeiningar að söfnum.

-„Á stóru heimili líkt og mínu er tíminn milli 17:00 og 19:00 afar dýrmætur og persónulegir sigrar húsfreyjunar geta verið misgóðir þegar kemur að tímasparnaði!,“ segir Jóna Sigurðardóttir sem sér um matarhornið í blaðinu að þessu sinni.

-Í Sólgarði í Eyjafjarðarsveit leynist afar áhugavert safn sem nefnist Smámunasafnið en þar eru saman komnar á einum stað ýmsar gersemar úr einstöku safni Sverris Hermannssonar húsasmíðameistara. Á safninu má finna bæði hversdagslega hluti og afar óhefðbundna. Sigríður Rósa Sigurðardóttir, önnur forstöðukona safnsins, fræddi Vikudag um þetta merkilega safn.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Hægt er gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751 en einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Nýjast