Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. viðtal við Kristínu Ísleifsdóttur sem ákvað að verða mamma ein með tæknifrjóvgun. Áfallið dundið svo yfir þegar hún greindist með krabbamein á fjórða stigi þegar dóttir hennar var rétt 2 ára. Vikudagur heyrði áhrifamikla sögu Kristínar.
Um er meira rætt á Akureyri en snjómokstur. Bæjarfulltrúi á Akureyri kallar eftir bættum snjómokstri og segir núverandi forgangsröðun valda slysahættu fyrir börn.
Kirkjuheimsóknir skólabarna á aðventu eru umdeildar. Í blaði vikunnar er fjallað um þetta mál og rætt við fræðslustjórann á Akureyri, prest og foreldra barns í grunnskóla.
Söngvarinn Stebbi Jak er í nærmynd, sögulegt ár er að líða hjá Arctic Sea Tours hvalaskoðunarfyrirtæki og Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona segir frá sínum jólahefðum.
Þetta og mun meira til í Vikudegi sem kemur út í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is