Vikudagur í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag kennir ýmissa grasa. Halldóra Vilhjálmsdóttir varð nýverið fyrsta konan í 41 árs sögu Bílaklúbbs Akureyrar til þess að vera valin akstursíþróttamaður ársins, en klúbburinn er stærstur sinnar tegundar á landinu. Halldóra ræðir staðalímyndir í sportinu og margt fleira.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og Kristbjörg  Jónasdóttir fitnesskeppandi eiga viðburðarríkt ár að baki þar sem þeim m.a. fæddist sonur. Þau ræða foreldrahlutverkið, lífið í Englandi og sportið.

Audrey Freyja Clarke vakti athygli í Voice-þáttunum og ræðir upplifun sína á þáttunum og nýju tónlistina sem hún vinnur að ásamt systur sinni.

Er Akureyrarflugvöllur erfiðari en aðrir flugvellir? Ingimar Örn Karlsson, flugmaður hjá Flugfélagi Íslands, svarar þeirri spurningu í umfjöllun um flugvöllinn og millilandaflugið. Samfélags-og mannréttindarráð Akureyrarbæjar telur brýnt að fjölga forvarnarfulltrúum í bænum og búið er að ganga frá leiguhúsnæði fyrir þá 23 flóttamenn sem koma til Akureyrar.

Þetta og meira til í Vikudegi sem kemur út í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast