Í Vikudegi sem kemur út í dag er ítarlegt viðtal við Hauk Dór Kjartansson sem hefur verið verslunarmaður á Akureyri í 20 ár. Hann greindist með MS-sjúkdóminn fyrir 13 árum en segist vera einn af þeim heppnu.
Foreldrar barna í leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri eru ósáttir við að loka eigi skólanum sumarið 2017 og fara fram á það við bæjaryfirvöld að endurskoða þá ákvörðun. Rætt er við formann skólanefndar Akureyrar um málið.
Menningarfélag Akureyrar (MAk) glímir við fjárhagsvanda og er rætt við framkvæmdastjóra félagsins.
Tillögur um lokun göngugötunnar og Listagilsins í sumar liggur fyrir og er fjallað um þær í blaðinu.
Gyða Henningsdóttir er í nærmynd, matarkrókurinn á sínum stað og fréttir af íþróttum.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is